EGNOS-gervihnattakerfi
Kaupa Í körfu
Eftirlitsstöðvar tengdar EGNOS-gervihnattakerfi ESA vígðar á Íslandi EGNOS-gervihnattakerfi Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) voru vígðar á föstudag í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Eftirlitsstöðvarnar eru í Reykjavík og á Egilsstöðum og munu m.a. auka stöðugleika og nákvæmni GPS kerfisins úr innan við 20 metrum í innan við 5 metra. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, vígði stöðvarnar ásamt Dominique Detain, fulltrúa ESA. EGNOS-kerfið mun þjóna allri Evrópu eftir að það verður að fullu komið í notkun á næsta ári. Í framtíðinni mun það gagnast á landi, sjó og í lofti og mun m.a. nýtast við nákvæmt aðflug að flugvöllum, þar sem ekki er hefðbundinn aðflugsbúnaður á jörðu niðri, sem þýðir að hægt er að spara mikla fjármuni í aðflugsbúnaði á flugvöllum. Þá mun kerfið auka nákvæmni í staðsetningu skipa, fólks og farartækja á landi. MYNDATEXTI: Sturla Böðvarsson vígði nýju stöðvarnar ásamt Dominique Detain, upplýsingafulltrúa ESA. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri fylgdist með.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir