EGNOS-gervihnattakerfi

Þorkell Þorkelsson

EGNOS-gervihnattakerfi

Kaupa Í körfu

Eftirlitsstöðvar tengdar EGNOS-gervihnattakerfi ESA vígðar á Íslandi EGNOS-gervihnattakerfi Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) voru vígðar á föstudag í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Eftirlitsstöðvarnar eru í Reykjavík og á Egilsstöðum og munu m.a. auka stöðugleika og nákvæmni GPS kerfisins úr innan við 20 metrum í innan við 5 metra. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, vígði stöðvarnar ásamt Dominique Detain, fulltrúa ESA. EGNOS-kerfið mun þjóna allri Evrópu eftir að það verður að fullu komið í notkun á næsta ári. Í framtíðinni mun það gagnast á landi, sjó og í lofti og mun m.a. nýtast við nákvæmt aðflug að flugvöllum, þar sem ekki er hefðbundinn aðflugsbúnaður á jörðu niðri, sem þýðir að hægt er að spara mikla fjármuni í aðflugsbúnaði á flugvöllum. Þá mun kerfið auka nákvæmni í staðsetningu skipa, fólks og farartækja á landi. MYNDATEXTI: Sturla Böðvarsson vígði nýju stöðvarnar ásamt Dominique Detain, upplýsingafulltrúa ESA. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri fylgdist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar