Guðrún Helga, Þröstur Guðberg Fransson og börn

Guðrún Helga, Þröstur Guðberg Fransson og börn

Kaupa Í körfu

Guðrún Helga Jóhannsdóttir var nýlega á ferð í Sambíu og Malaví þar sem henni þótti mannfólkið allt hið elskulegasta en hún átti fótum fjör að launa undan urrandi krókódílum og þurfti að venjast því að sofa í félagsskap froska, eðla og kóngulóa. Nú er hún komin heim í skordýraleysi Íslands en hún ætlar ásamt fjölskyldu sinni að bjóða ósýnilegum jólagesti til borðs á aðfangadagskvöld. Hún ætlar að leggja á borð fyrir hann og láta autt sætið minna sig á þá sem minna mega sín. Ósýnilegi jólagesturinn er munaðarlaust barn sem eitthvað af þeim fjölmörgu SOS-barnaþorpum sem finna má um víða veröld hefur tekið að sér að hugsa um og veita aðstoð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar