Georgina Stefansson

Georgina Stefansson

Kaupa Í körfu

Sonardóttir Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðar, á Íslandi í fyrsta sinn Fyrir tæplega öld kom Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður, á slóðir inúíta á norðvestursvæðum Kanada, en þar búa barnabörn hans og barnabarnabörn. Eitt þeirra, Georgina Stefansson, kom til Íslands í fyrsta sinn á föstudag og Steinþór Guðbjartsson sat fyrir henni.ÞAÐ er langur vegur frá Inuvik á norðvestursvæðum Kanada til Reykjavíkur. "Við lögðum af stað í 36 stiga frosti en þrátt fyrir nokkra flugleggi er þetta ekki svo ólíkt - við erum í það minnsta áfram í einhverri vík," segir Georgina Stefansson, sem er dóttir Alex, sem Vilhjálmur átti með inúítakonunni Fanný Pannigablúk. Hún starfar að byggðamálum í heimabæ sínum og hefur ekki fyrr komið til Evrópu. Þau hjónin, hún og Frank Thistle, sem er ættaður frá Skotlandi, eru hingað komin í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar, mannfræðings og prófessors, Frægð og firnindi, ævi Vilhjálms Stefánssonar MYNDATEXTI: Georgina Stefansson með bók Gísla Pálssonar um afa sinn, Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar