Hekla hf.

Sverrir Vilhelmsson

Hekla hf.

Kaupa Í körfu

Hekla hf. skipti um eigendur í nóvember í fyrra þegar Tryggvi Jónsson forstjóri keypti ásamt fleirum hlut bræðranna Sverris og Sigfúsar, sona Sigfúsar Bjarnasonar stofnanda fyrirtækisins. Tryggvi starfaði hjá Baugi þegar kaupin voru gerð, lengst af sem aðstoðarforstjóri, en þekkti vel til reksturs Heklu og hafði starfað með fyrri eigendum. MYNDATEXTI: Vélasvið Heklu hf. flutti í október síðastliðnum í nýja 4.350 m2 þjónustumiðstöð við Klettagarða í Reykjavík. Þar eru söludeildir fyrir Scania-vörubíla og rútur, Caterpillar-vinnuvélar, lyftara, skipavélar og rafstöðvar. Einnig er í húsinu stærsta þjónustuverkstæði landsins fyrir atvinnutæki ásamt fullkomnu hjólbarðaverkstæði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar