Georgina Stefansson

Jim Smart

Georgina Stefansson

Kaupa Í körfu

Systurnar Ingibjörg og Oddný Gestsdætur í Reykjavík heyrðu af tilviljun af heimsókn frænku sinnar, Georginu Stefansson, sonardóttur Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, til landsins. Þær voru staddar í kirkju fyrir nokkrum dögum þar sem Gísli Pálsson prófessor las upp úr bók sinni um Vilhjálm og sagði að hún væri væntanleg til landsins. Þær Ingibjörg og Oddný settu sig í samband við Gísla og vildu hitta Georginu, sem er hér stödd til að kynna sér land afa síns og árita bók Gísla um hann. Myndatexti: Ingibjörg Gestsdóttir umkringd fjölskyldu sinni: Eiginmaðurinn Örn Sigurgeirsson, synirnir Sigurgeir, Gestur og Sveinbjörn Örn ásamt Georginu Stefansson og eiginmanni hennar Frank Thistle.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar