Sjónarhóll Listasafn Íslands

Þorkell Þorkelsson

Sjónarhóll Listasafn Íslands

Kaupa Í körfu

Á fundi Í Listasafni Íslands í gær var bakhjörlum og stuðningsaðilum við landssöfnun þjónustumiðstöðvarinnar Sjónarhóls þakkað sérstaklega og skrifað var undir samning við bakhjarlana sem hafa skuldbundið sig til að greiða samtals 27 milljónir til reksturs Sjónarhóls á næstu þremur árum. Bakhjarlarnir eru Landsbanki Íslands, Hringurinn, Pharmaco, Össur hf. og Pokasjóður verslunarinnar. Myndatexti: Ragna Marínósdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, ásamt bakhjörlunum. Undir samninginn skrifuðu auk hennar Bjarni Finnsson frá Pokasjóði verslunarinnar, Björn Aðalsteinsson frá Pharmaco, Lárus Gunnsteinsson frá Össuri hf., Ragna, Björgólfur Guðmundsson frá Landsbankanum og Áslaug Viggósdóttir frá Hringnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar