Guttormur og börnin -Tónverkið Guttormur

Þorkell Þorkelsson

Guttormur og börnin -Tónverkið Guttormur

Kaupa Í körfu

FJÓRIR krakkar úr Tónskóla Sigursveins heimsóttu nautið Guttorm í Húsdýragarðinn í gær og léku þar fyrir hann tónverkið Guttorm. Að sögn Sigursveins Magnússonar skólastjóra hefur tónverkið orðið til og þróast í skólanum í tímans rás og ákváðu krakkarnir að fara og spila það fyrir þekktasta naut landsins. Börnin sem léku fyrir Guttorm á selló heita Agnes Edda Guðlaugsdóttir, Hallbjörg Embla Sigtryggsdóttir, Vaka Njálsdóttir og Magnús Konráð Sigurðsson. Kennari þeirra og stjórnandi er Ásdís Arnardóttir, en krakkarnir eru í svokölluðu Suzuki-tónskólanámi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar