Grétar Ólason, Grétar og Erla

Svanhildur Eiríksdóttir

Grétar Ólason, Grétar og Erla

Kaupa Í körfu

Grétar Ólason og fjölskylda hans hafa skreytt húsið sitt fyrir jólin alla sína búskapartíð "Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og vandist á þetta strax í æsku. Foreldrar mínir, Óli Jón Bogason og Erla Guðrún Lárusdóttir heitin, skreyttu mikið heima á Skagaströnd. Þótt mínar skreytingar hafi ekki komist til tals fyrr en á undanförnum árum þá hef ég skreytt mikið alla mína búskapartíð," sagði Grétar Ólason í samtali við Morgunblaðið, en hús hans og fjölskyldunnar hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir mikið en smekklegt jólaskraut. MYNDATEXTI: Jólabörn: Grétar ásamt yngstu börnunum tveimur, Grétari Þór og Erlu Guðrúnu. Á arninum hanga jólasokkar sem Þórunn Sigurðardóttir, eiginkona Grétars, saumaði. Húsið var hannað með jólaskreytingar í huga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar