Kárahnjúkavirkjun - Jökla stífluð

Þorkell Þorkelsson

Kárahnjúkavirkjun - Jökla stífluð

Kaupa Í körfu

Sögulegum áfanga var í gær náð í Kárahnjúkavirkjun þegar Jöklu var veitt í hjáveitugöng. Þau munu leiða ána fram hjá Kárahnjúkastíflu meðan hún er í byggingu ........... Í dagrenningu í gærmorgun var hafist handa við að ryðja efni, bæði fínni og grófri möl og stórgrýti í árfarveg Jöklu, skammt neðan við væntanlegt stíflustæði Kárahnjúkastíflu. Undangengna daga var búið að ryðja að ánni, sem er eitthvað um 18 metra breið og 8 metra djúp á þessum kafla, og var aðeins lokahnykkurinn eftir til að loka fyrir vatnsrennslið. Var það gert með öflugri jarðýtu og stórvirk grafa mokaði upp efni sem jafnharðan var ýtt ofan í árfarveginn. Stórir vörubílar biðu svo í röðum með risavaxna, samanspyrta grjóthnullunga, sem sturtað var í fyllinguna. MYNDATEXTI: Síðustu hindruninni rutt í veg fyrir Jöklu: Um hádegisbilið tók áin að renna í rúmlega 800 metra löng hjáveitugöng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar