Ríkið - Afrekssjóður ÍSÍ

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ríkið - Afrekssjóður ÍSÍ

Kaupa Í körfu

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram og formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Lárus Blöndal, skrifuðu í gær undir samning menntamálaráðuneytisins og ÍSÍ um fjármögnun Afrekssjóðs ÍSÍ á árunum 2004 til 2008. Í honum er gert ráð fyrir styrkveitingum á fjárlögum til Afrekssjóðs ÍSÍ að upphæð 140 millj. króna á fimm árum sem er talverð hækkun frá fyrri samningi, þar sem menntamálaráðuneytið lagði fram 50 millj. króna á fimm ára tímabili, frá 1998 til og með þessu ári. Markmið samningsins er að styrkja sjóðinn til að efla árangur íslensks afreksfólks á alþjóðavettvangi. ÍSÍ fær á árunum 2004 og 2005 25 milljónir króna hvort ár og á árunum 2006-2008 30 milljónir króna á hverju ári til Afrekssjóðs. MYNDATEXTI: Frá undirritun samnings menntamálaráðuneytisins og Íþrótta- og Ólympíusambandsins í gær, f.v. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Ellert B. Schram, forseti, ÍSÍ, Tómas Ingi Olrich menntamálaraðherra, Lárus Blöndal, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, deildarstjóri íþrótta í menntamálaráðuneytinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar