Minningarsjóður Helgu og Sigurliða

Minningarsjóður Helgu og Sigurliða

Kaupa Í körfu

Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. SEXTÁN verkefni fengu samtals 5.350.000 krónur í styrk úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar í ár, en árlega styrkveitingar voru kynntar í hófi á Radisson SAS Hótel Sögu. ........... Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni: Ástríður Pálsdóttir og Elías Ólafsson fyrir verkefnið Könnun á meinferli stökkbreytts cystatin C í arfgengri heilablæðingu. Berglind Magnúsdóttir fyrir verkefnið Stöðlun á MATTIS heilabilunarkvarða (MDRES-2). Björn Guðbjörnsson vegna rannsókna á líffærasértækum ónæmissjúkdómum með heilkenni Sjögrens sem módelsjúkdóm. Brynhildur Thors vegna verkefnisins Stjórnun á boðferlum tengdum Akt í æðaþeli. Einar Stefánsson til að rannsaka súrefnisbúskap sjóntaugar í mönnum. Eiríkur Steingrímsson vegna verkefnisins Starfsemi og hlutverk Mitf gensins í augnþroskun ávaxtaflugunnar (Drosophilia melanogaster). Friðbert Jónasson fyrir Augnrannsókn Reykjavíkur 2004. Halldóra Björnsdóttir, sem spyr hvort fræðsla um beinþynningu skili árangri í forvarnarstarfi. Jón Hersir Elíasson vegna rannsóknar á faraldsfræði heilablóðfalls á Íslandi. Kolbrún Albertsdótir fyrir verkefnið Beinþynning. Klínísk teikn - lífsgæði - öryggi. Kristín Hannesdóttir vegna verkefnisins Skert innsæi (anosognosia) í Alzheimer sjúkdómi. María Ragnarsdóttir vegna rannsókna á skammtíma og langtíma áhrifum hjartaskurðaðgerðar á öndun með nýrri aðferð við bringubeinsskurð. Ólafur E. Sigurjónsson fyrir verkefnið Creating an in vivo assay for testing the differentiation potential of human stem cells. Ólafur Þór Ævarsson fyrir verkefnið Þunglyndi og streita meðal karla, með sérstakri áherslu á nýja tækni í mælingum á streitu og forvörnum gegn sjálfsvígum. Vilhjálmur Rafnsson vegna rannsókna á skýmyndun á augasteini hjá flugmönnum og Þórir Svavar Sigmundsson fyrir verkefnið Mótefni gegn ß-amyloid

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar