Árni Heimir Ingólfsson

Jim Smart

Árni Heimir Ingólfsson

Kaupa Í körfu

Um þessar mundir er að koma í ljós afrakstur rannsókna fræðimanna á íslenskum tónlistararfi sem talinn var týndur. Árni Matthíasson segir frá rannsóknum á nótum í íslenskum handritum og ræðir við nokkra sem að þeim rannsóknum koma. Það hefur lengi verið viðtekin söguskýring að ekkert sé til sem heiti íslenskur tónlistararfur, að hann hafi eiginlega týnst þegar þeir Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson báru píetismann hingað til lands í upphafi fimmta áratugs átjándu aldar. Það er í það minnsta ein af tilgátum sem settar hafa verið fram til að skýra hvers vegna ekki er til meira af íslenskri tónlist niðurskrifað en raun bar vitni. Á síðustu árum hefur aftur á móti komið í ljós að víst er þessi tónlistararfur til og niðurskrifaður; hann varðveittist bara öðruvísi en menn hafði grunað á árum áður, því rannsóknir hafa leitt í ljós að gríðarlegt magn er til af niðurskrifuðum nótum með ýmiss konar tónlist, erlendum sálmalögum og íslenskum líka, skrifað innan um texta í handritum. Skýringin á því hvers vegna þessi menningararfur hefur verið mönnum hulinn er ekki ljós MYNDATEXTI: Árni Heimir Ingólfsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar