Úthlutað úr menningarsjóði SPM

Guðrún Vala

Úthlutað úr menningarsjóði SPM

Kaupa Í körfu

Rúmlega fjórum milljónum var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu í ár til fjórtán verkefna. Í tilefni af 90 ára afmæli Sparisjóðsins á þessu ári var afhendingin gerð með viðhöfn á Hótel Borgarnesi fyrir skömmu. Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri setti athöfnina og sagði frá tilurð Menningarsjóðsins,................ Sparisjóðurinn setti sér í upphafi hefðu náðst. Þau voru að ávaxta fjármuni íbúa héraðsins og verja þeim til stuðnings góðra og gildra málefna. Snorri taldi að niðurstaðan sýndi ótvírætt að svo væri. Sigurður Már Einarsson stjórnarformaður afhenti þar næst styrkina og skiptust þeir á eftirfarandi hátt: Ullarselið á Hvanneyri kr. 200.000, Freyjukórinn kr. 150.000, Samkór Mýramanna kr. 150.000, Söngbræður kr. 150.000, Galtarholt vegna endurbyggingar gamla íbúðarhússins kr. 500.000, Snorrastofa Reykholti kr. 1.000.000, Safnahús Borgarfjarðar vegna svarta salarins kr. 250.000, Ungmennafélagið Dagrenning vegna píanókaupa kr. 50.000, 10. bekkur Grunnskólans í Borgarnesi vegna Danmerkurferðar kr. 200.000, Kleppjárnsreykjaskóli vegna verkefnisins ,,Lesið í skóginn" kr. 50.000, Sögufélag Borgarfjarðar vegna 40 ára afmælis kr. 150.000, Borgarbyggð vegna landnámsseturs kr. 1.000.000, Ólöf Davíðsdóttir vegna sýningarsalar kr. 100.000, og Sóknarnefnd Borgarneskirkju vegna kaupa á hljóðfæri í nýtt safnaðarheimili kr. 250.000. MYNDATEXTI: Ánægðir styrkþegar ásamt fulltrúum Sparisjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar