Jólasveinar í Víkurskála

Jónas Erlendsson

Jólasveinar í Víkurskála

Kaupa Í körfu

Áralöng hefð er fyrir viðkomu jólasveina í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Þegar vonast var til að þeir færu að birtast beið stórhópur af börnum eftir þeim með mikilli óþreyju, en á meðan á biðinni stóð léku Erna Jónsdóttir og Rakel Pálmadóttir nokkur jólalög á þverflautur. Lögreglan í Vík fann svo tvo jólasveina sem voru að flækjast um í nágrenninu og ók þeim í Víkurskála. Þar færðu þeir öllum börnum sælgæti og spjölluðu við þau. MYNDATEXTI: Þorgeir Guðnason spjallar við Stekkjarstaur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar