Hurðarskellir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hurðarskellir

Kaupa Í körfu

JÓLASVEINAR Kertasníkir kom til byggða í nótt, en undanfarið hafa bræður hans tólf komið daglega í heimsókn í Þjóðmenningarhúsið. Sveinarnir eru vel klæddir og eru fötin þeirra íslensk yst sem innst. Fyrir nokkrum árum rann Grýlu til rifja hvað þeir voru illa til fara og með aðstoð íslenskra hönnuða og handverksfólks fengu þeir og foreldrar þeirra nýjan alklæðnað frá hvirfli til ilja, úr vaðmáli, gærum, flóka og íslenskri ull. Sú sem hannaði klæðnaðinn á þessa "fjallmyndarlegu" karla er Bryndís Gunnarsdóttir, kennari og leikbrúðuhönnuður. Fyrir tæpum fjórum árum vann hún samkeppni sem efnt var til af Þjóðminjasafni Íslands um nýjan klæðnað á sveinana. MYNDATEXTI: Hurðaskellir var mættur í Þjóðmenningarhúsið og gerði krökkunum svolítið hverft við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar