Jólaball

Ásdís Ásgeirsdóttir

Jólaball

Kaupa Í körfu

Í dag er aðfangadagur jóla, dagurinn sem svo margir hafa beðið eftir undanfarnar vikur, dagurinn sem allt hefur snúist um síðustu dægrin. Og nú er stundin runnin upp. Í kvöld minnumst við, sem höldum upp á jólin, fæðingar Krists, hver með sínum hætti. Eftirvæntingin er sennilega hvað mest hjá börnunum. Þau hafa mörg hver beðið í ofvæni; talið niður dagana;...þrír, tveir, einn og...í dag eru jólin loksins komin. Þau hafa fylgst með jólasveinunum, sem hafa fært þeim, sem fara snemma að sofa, eitthvert lítilræði í skóinn og á jólaböllunum hafa þau sungið jólalög og dansað í kringum vel skreytt jólatré. MYNDATEXTI: Jólasveinar eru spennandi. Og þessi var það svo sannarlega. Hann er líka hress og skemmtilegur. Ekki spillti fyrir að hann gaf sér góðan tíma til að syngja og spila með börnunum á leikskólanum Grænuborg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar