Kertsníkir á jólaballi

Atli Vigfússon

Kertsníkir á jólaballi

Kaupa Í körfu

Laxamýri | Mikið var dansað og sungið á jólaballi barnanna í félagsheimilinu Ýdölum um helgina, en þar var Kertasníkir mættur ásamt tveimur félögum sínum. Jólasveinar þessir voru mjög fjörugir, leiddu krakkana í kringum jólatréð og gáfu þeim epli og mandarínur auk þess að segja sögur af sér. Allir höfðu gaman af, en sum þau yngstu héldu fast í mömmu og pabba svona til öryggis. Þegar hlé var gert á dansinum og boðið var upp á kökur og drykki, settust sveinarnir til borðs og ræddu við gesti. Ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim og unga fólkinu eins og sjá má á myndinni þar sem Kertasníkir ræðir málin við eina balldömuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar