Véltæknisafn Valdimars Benediktssonar

Steinunn Ásmundsdóttir

Véltæknisafn Valdimars Benediktssonar

Kaupa Í körfu

Neðan við bæjarskrifstofurnar á Egilsstöðum standa tæplega tvö hundruð gamlir bílar sem bjargað hefur verið frá glötun. ........... Valdimar Benediktsson hefur verið forfallinn bílaáhugamaður frá blautu barnsbeini, ......... Hann byggði 500 fermetra vélsmiðju á Egilsstöðum í kringum 1978 og hún, ásamt 7.000 fermetra lóð umhverfis, hefur nú að geyma gamla bíla og aðrar minjar Véltæknisafnsins. Bílarnir standa í löngum röðum umhverfis vélsmiðjuna. Þeim er tegundaraðað að einhverju leyti, sumir eru verulega hrumir, aðrir nokkuð vel útlítandi. Innandyra verður vart þverfótað fyrir tækjum og tólum, bátum, svifnökkva, kveikjuprófunarapparati, mótorhjólum, vindmyllum og úti í glugga trónar hið eilífa Möwe-reiðhjól ásamt gömlum fjarskiptatækjum og fýrlömpum. MYNDATEXTI: DKW, vestur-þýskt mótorhjól: Húseyjarbóndinn Örn Þorleifsson flutti það inn frá Þýskalandi. Valdimar eignaðist það á sjötta áratugnum, seldi það og keypti aftur tuttugu og fimm árum síðar. Því fylgja stráheilir kaup- og innflutningspappírar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar