Valgerður og Björn - Nýr kaupfélagsstjóri KVH

Karl Ásgeir Sigurgeirsson

Valgerður og Björn - Nýr kaupfélagsstjóri KVH

Kaupa Í körfu

Valgerður Kristjánsdóttir tók við sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga hinn 8. desember. Hún var valin úr hópi 19 umsækjenda. Valgerður er Eyfirðingur, fædd og uppalin á Kaupangi í Eyjafirði. Hún er stúdent af verslunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, nam viðskiptafræði í Háskóla Íslands í Reykjavík og síðar í rekstrarfræði í Háskólanum á Akureyri og lauk þar B.Sc.-prófi. Hún nam fiskeldisfræði, bóknám á Kirkjubæjarklaustri og verklega námið á Hjaltlandseyjum og vann síðan hjá Silfurlaxi í Hveragerði....Valgerður tók við starfi kaupfélagsstjóra KVH nú í desember af Birni Elísyni, sem hefur gegnt starfinu í um þrjú ár. MYNDATEXTI: Velkomin til starfa: Valgerður Kristjánsdóttir og Björn Elísson við tímamótin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar