Hrefna

Alfons Finsson

Hrefna

Kaupa Í körfu

ÞRÍR bátar fóru til hrefnuveiða í ágúst samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Njörður KÓ veiddi fyrstu hrefnuna sólarhring síðar, eftir að erlendir fjölmiðlamenn sem höfðu fylgt bátnum eftir sneru til lands. Fyrsta hrefnan var lítið karldýr og gekk aflífun þess vel, samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknastofnunar. Dýrið var skorið úti á sjó á leiðinni til hafnar í Ólafsvík þar sem kjötinu var landað og afhent til sölu í verslunum Hagkaupa. Til stóð að veiða 38 hrefnur en tvö dýr vantaði upp á að kvótinn næðist þegar veiðitímanum lauk í septemberlok.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar