Anna Margrét Stefánsdóttir

Árni Torfason

Anna Margrét Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

ÞEGAR Tvíburaturnarnir féllu, breyttist heimsmyndin. Við erum líkast til ekki búin að bíta úr nálinni með það. Ég er hrædd um að sigur hins illa verði mældur í því hvernig tókst að skemma það góða sem við teljum að hinum vestrænu samfélögum hafi tekist að byggja upp og við höfum helst talið okkur til sæmdar. Þar á ég einkum við mannréttindamál og sanngjarnt réttarfar. Það er óhugnanlegt hvað Bandaríkjamenn voru snöggir að söðla um og virðast nú tilbúnir að umsnúa fyrri gildum. Gleggsta dæmið um þetta er meðferðin á föngunum á Guantanamo," segir Anna Margrét Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Lifandi landbúnaðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar