Shell-skáli rifinn að dómi Hæstaréttar

Sigurður Mar Halldórsson

Shell-skáli rifinn að dómi Hæstaréttar

Kaupa Í körfu

Shell-skálinn Gamli Shell-skálinn á Höfn í Hornafirði var jafnaður við jörðu á mánudaginn en Hæstiréttur úrskurðaði í júlí í sumar að eigandi hússins, Skeljungur, skyldi borinn af lóðinni með hús sitt og allt sem því tilheyrði, þar með taldir olíu- og bensíntankar í jörðu. Forsaga málsins er að Skeljungur hf. samdi á sínum tíma við Sveitarfélagið Hornafjörð um leigu á lóðinni við Hafnarbraut 38 fyrir bensínafgreiðslu og veitingasölu. Að loknum leigutímanum var lóðin leigð félaginu áfram til fimm ára. Að þeim tíma liðnum náðist ekki samkomulag um áframhaldandi leigurétt Skeljungs hf. á lóðinni. MYNDATEXTI: Shellskálinn á Höfn í Hornafirði varð vinnuvélum Rósabergs ehf að bráð í fyrradag en Hæstiréttur úrskurðaði að Skeljungur skyldi borinn af lóðinni með öll sín mannvirki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar