Hjördís Lilja Róbertsdóttir

©Sverrir Vilhelmsson

Hjördís Lilja Róbertsdóttir

Kaupa Í körfu

FYRSTA barn ársins 2004 fæddist á fæðingardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss klukkan 7.41 í gærmorgun. Áramótabarnið er stúlka og vegur 14 merkur. Foreldrar hennar eru þau Anna Margrét Þorláksdóttir og Róbert Sverrisson. Að sögn Önnu gekk fæðingin afar vel og áfallalaust. "Ég var komin hérna á spítalann um fjögurleytið og stúlkan var komin í heiminn rétt upp úr hálfátta í morgun," segir Anna, en þau Róbert eiga saman 13 ára son, Ingvar Örn, og dóttur, Hjördísi Lilju, sem er að verða fjögurra ára MYNDATEXTI: Hjördís Lilja Róbertsdóttir, sem er alveg að verða fjögurra ára, kíkir á litlu systur sína. Þegar hún var spurð hver ætti barnið sagði hún hiklaust: "Ég."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar