Útilega í Ný-Ung á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Útilega í Ný-Ung á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

ÞAÐ þótti undrum sæta þegar ungmenni í 8. - 10. bekk á Egilsstöðum brugðu sér í útilegu milli jóla og nýárs, enda ekki veðursæld fyrir að fara þá daga á Héraði. Skipti þó engu hvort úti var tuttugu stiga gaddur eða tíu stiga hiti með regnskúrum, því krakkarnir settu tjöld sín og viðlegubúnað upp í félagsmiðstöðinni Ný-Ung og var þröng á þingi í þeim salarkynnum þegar kúlutjöldin höfðu öll risið. Þráinn Sigvaldason, forstöðumaður Ný-Ungar, segir þetta vera í þriðja skiptið sem slík tjaldúti/innilega fer fram, fyrst hafi þátttakendur verið 15 talsins, svo 30 og nú séu þeir eitthvað yfir hálft hundraðið. MYNDATEXTI: Unglingar á Egilsstöðum brugðu sér í inni-tjaldútilegu milli jóla og nýárs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar