Ólafur Stefánsson

©Sverrir Vilhelmsson

Ólafur Stefánsson

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Stefánsson handknattleiksmaður var í gær sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek í íþróttum, en forseti Íslands sæmdi í gær, nýársdag, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aðrir sem hlutu fálkaorðu eru: Bryndís Tómasdóttir fyrir störf í þágu Parkinson-samtakana, Elín Sigurlaug Sigurðardóttir húsfreyja fyrir framlag til varðveislu íslensks handverks, Ellert Eiríksson, fv. bæjarstjóri, fyrir störf að sveitarstjórnar- og félagsmálum, Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri fyrir störf að ferðamálum, Finnbogi Eyjólfsson fyrir frumkvöðulsstarf innan bílgreinarinnar, Guðrún Margrét Pálsdóttir, framkvæmdastjóri ABC-hjálparstarfs, fyrir líknarstörf á alþjóðavettvangi, Gunnar Dal, heimspekingur og rithöfundur, fyrir ritstörf og framlag til íslenskrar menningar, Hörður Áskelsson organisti fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Margrét Gísladóttir forvörður fyrir varðveislu textílfornmuna, Ragnheiður Sigurðardóttir aðstoðarhjúkrunarframkvæmdastjóri fyrir framlag til barnahjúkrunar, Sigurður Guðmundsson listamaður fyrir listsköpun og framlag til menningar, Tryggvi Gíslason, fv. skólameistari Menntaskólans á Akureyri, fyrir störf að menntamálum og Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor fyrir vísindastörf og framlag til hátækniatvinnugreina. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir við Ólaf Stefánsson handknattleiksmann í nýársmóttöku forseta Íslands á Bessastöðum í gær að lokinni fálkaorðuveitingu forsetans. Ólafur var í gær sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek í íþróttum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar