Áramót í Vík

Jónas Erlendsson

Áramót í Vík

Kaupa Í körfu

Fagridalur | Óvenju fallegt veður var á gamlárskvöld í Mýrdalnum. Í Vík var brenna og margir mættu til að sjá hana, meðal annarra hljómsveitin Æði sem spilaði og söng við bálið, náttúran lét heldur ekki sitt eftir liggja og setti upp eina norðurljósasýningu yfir þorpinu en þær hafa verið mjög tíðar síðustu mánuði. Miklu var einnig skotið upp af flugeldum, og að sögn félaga úr björgunarsveitinni Víkverja var sala á flugeldum mjög góð fyrir þessi áramót, einnig hefur björgunarsveitin boðið mönnum að kaupa sér hlut í sýningu sem björgunarsveitarmenn sjá svo um að sprengja með rafmagni á miðnætti og hefur þetta mælst vel fyrir hjá mörgum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar