KB 100 ára

Guðrún Vala Elísdóttir

KB 100 ára

Kaupa Í körfu

Borgarnes | Haldið var upp á 100 ára afmæli Kaupfélags Borgfirðinga í gær, 4. janúar, á afmælisdeginum, með dagskrá í Hyrnutorgi. Sveinn Hallgrímsson, stjórnarformaður KB, setti dagskrána með ávarpi en margir Borgfirðingar og velunnarar voru viðstaddir og fögnuðu þessum tímamótum í sögu félagsins. Sveinn fór í stuttu máli yfir sögu og þróun félagsins og grundvöll tilvistar þess, en kaupfélagsformið er líkt og sparisjóðirnir í eigu félagsmanna þess. Það sem einkennir kaupfélagsformið umfram annað er nálægð við samfélagið og lagði Sveinn áherslu á mikilvægi þess að hafa gott starfsfólk og viðskiptavini sem kunna að meta þjónustu félagsins. MYNDATEXTI: Marsipanterta fyrir gesti - þær Kristín Ólafsdóttir og Guðbjörg Andrésdóttir, starfsmenn KB, gáfu tertusneiðar á afmælisfagnaðinum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar