Fótbolti í snjónum við Landakot

Þorkell Þorkelsson

Fótbolti í snjónum við Landakot

Kaupa Í körfu

Hreyfing Fullorðna fólkið er gjarnt á að strengja þess heit um áramót að hreyfa sig meira á nýja árinu en því gamla; borða minna en áður, ekki síst eftir kjöthátíðina miklu sem nú er nýafstaðin, hætta jafnvel að reykja. ..... Börn og unglingar hvarvetna um landið héldu upp á það í gær að jólafríið var á enda og flykktust á ný í skólann. Á stöku stað var að vísu starfsdagur kennara í gær og krakkarnir þurfa því ekki að mæta fyrr en í dag, en ekki var annað að sjá en þessir pjakkar í Landakotsskóla væru hæstánægðir með að vera byrjaðir í skólanum aftur; að minnsta kosti var líf og fjör hjá þeim í frímínútum og svolítill snjór kom ekki í veg fyrir að þeir reyndu sig í fótafimi með boltann á Landakotstúninu. Þar hefur líklega margur knár kappinn stigið sín fyrstu knattspyrnuskref í gegnum tíðina og í þessum hópi leynast hugsanlega stjörnur framtíðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar