Krossanesborgir

Kristján Kristjánsson

Krossanesborgir

Kaupa Í körfu

SVERRIR Thorsteinsson og Þorsteinn Þorsteinsson fuglaáhugamenn töldu fugla í Krossanesborgum sl. vor og kynnti Sverrir niðurstöðuna á fundi náttúruverndarnefndar nýlega. Þar kom m.a. fram að heildarfjöldi varppara á svæðinu var 681 en var 365 fyrir fimm árum, sem er 87% fjölgun. Í nokkrum tilvikum er þéttleiki tegunda á svæðinu með því allra mesta sem gerist hér á landi. MYNDATEXTI: Rjúpan er í hópi þeirra fjölmörgu fuglategunda sem verpa í Krossanesborgum. Eins og sést fellur rjúpan ótrúlega vel að landslaginu og það var ekki hlaupið að því að finna þessa á hreiðri í Krossanesborgum sl. vor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar