Menntasjóður Kvenfélagsins Lindar

Jón Sigurðarson

Menntasjóður Kvenfélagsins Lindar

Kaupa Í körfu

Styrkir úr Menntasjóði Lindarinnar voru veittir í sjötta sinn á dögunum. Styrkþegar að þessu sinni eru Bjarney Hafþórsdóttir, Ellen Ellertsdóttir, Halldóra Árnadóttir og Steingerður Steingrímsdóttir. Það var á haustdögum árið 1997 að ákveðið var á fundi í Kvenfélaginu Lindinni á Vopnafirði að vinna að stofnun menntasjóðs. Formlega var sjóðurinn stofnaður 19. júní 1998. Fyrsta úthlutun fór fram vegna vorannar 1999. Tilgangur sjóðsins er að styrkja Vopnfirðinga sem hafa náð tvítugsaldri til menntunar. Forgang að styrkveitingum hafa konur. MYNDATEXTI: Hlutu styrk úr Menntasjóði Kvenfélagsins Lindar á Vopnafirði: Ellen Ellertsdóttir, Steingerður Steingrímsdóttir og Halldóra Árnadóttir. Á myndina vantar Bjarneyju Hafþórsdóttur sem einnig fékk styrk úr sjóðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar