Jólamót umgmenna í Kópavogi

Stefán Stefánsson

Jólamót umgmenna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Orkuboltar fengu rækilega útrás í Kópavoginum síðustu helgina í desember þegar HK og Breiðablik héldu sameiginlega Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu í tuttugusta sinn. Þá voru tæplega þrjú þúsund krakkar á aldrinum 5 til 18 ára komin saman til að leika knattspyrnu og í yngstu flokkunum var hvergi slegið af, þegar ekki voru teknir sprettir á vellinum var farið í eltingarleik eða bara tekið á sprett upp og niður áhorfendabekkina. Myndatexti: Sjö sprækar stúlkur frá Selfossi. Frá vinstri eru Harpa Gísladóttir, Elsie Kristinsdóttir, Sif Sigurðardóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Edda Sigurjónsdóttir, Steinunn Guðjónsdóttir og Karen Kristinsdóttir. Þær eru 13 og 14 ára. Til stendur að fara í keppnisferð til Danmerkur í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar