Jólamót umgmenna í Kópavogi

Stefán Stefánsson

Jólamót umgmenna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Orkuboltar fengu rækilega útrás í Kópavoginum síðustu helgina í desember þegar HK og Breiðablik héldu sameiginlega Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu í tuttugusta sinn. Þá voru tæplega þrjú þúsund krakkar á aldrinum 5 til 18 ára komin saman til að leika knattspyrnu og í yngstu flokkunum var hvergi slegið af, þegar ekki voru teknir sprettir á vellinum var farið í eltingarleik eða bara tekið á sprett upp og niður áhorfendabekkina. Myndatexti: Stelpurnar úr þriðja flokki í liði Hauka og Keflavíkur voru þreyttar eftir erfiðan leik. Í efri röð frá vinstri eru Elís Kristjánsson þjálfari, Lena Kristín Þórðardóttir, Birna Ásgeirsdóttir, Katrín Steinþórsdóttir, Fanney Kristinsdóttir, Tinna Orradóttir, Anna Þorláksdóttir, Thelma Kristinsdóttir, Birta Ólafsdóttir og þjálfarinn Magnea Magnúsdóttir. Í miðjuröð Zohara Kristín Brahimsdóttir, Heiða Guðnadóttir, Justyna Wroblewska, Ellen Blöndal, Sigurbjörg Auðunsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sandra Árnadóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir og fremstar sitja Ingibjörg Björnsdóttir, Helena Rut Hallfreðsdóttir, Guðmunda Gunnarsdóttir og Svandís Þrastardóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar