Jólamót umgmenna í Kópavogi

Stefán Stefánsson

Jólamót umgmenna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Orkuboltar fengu rækilega útrás í Kópavoginum síðustu helgina í desember þegar HK og Breiðablik héldu sameiginlega Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu í tuttugusta sinn. Þá voru tæplega þrjú þúsund krakkar á aldrinum 5 til 18 ára komin saman til að leika knattspyrnu og í yngstu flokkunum var hvergi slegið af, þegar ekki voru teknir sprettir á vellinum var farið í eltingarleik eða bara tekið á sprett upp og niður áhorfendabekkina. Myndatexti: Úrslitaleikurinn í 6. flokki stráka var æsispennandi og lauk með sigri HK. Gróttupiltar eru í efri röð: Kristinn Rúnar Sigurðsson, Gunnar Birgisson, Arnar Þór Axelsson, Sölvi Rögnvaldsson, Egill Ploder Ottósson, Brynjólfur Sigurðsson, Bjarki Már Ólafsson og Vilhjálmur Geir Hauksson. Í sigurliði HK, talið frá vinstri eru Ólafur Örn Eyjólfsson, Jón Bjarni Þórðarson, Orri Sigurður Ómarson, Emil Þór Agnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Bjarni Þór Stefánsson og Kristófer Eggertsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar