Jólamót umgmenna í Kópavogi

Stefán Stefánsson

Jólamót umgmenna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Orkuboltar fengu rækilega útrás í Kópavoginum síðustu helgina í desember þegar HK og Breiðablik héldu sameiginlega Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu í tuttugusta sinn. Þá voru tæplega þrjú þúsund krakkar á aldrinum 5 til 18 ára komin saman til að leika knattspyrnu og í yngstu flokkunum var hvergi slegið af, þegar ekki voru teknir sprettir á vellinum var farið í eltingarleik eða bara tekið á sprett upp og niður áhorfendabekkina. Myndatexti: Fjölnisguttar úr 4. flokki voru hressir - frá vinstri eru Hafsteinn Ólafsson, Egill Gautur Steingrímsson, Steinar Örn Gunnarsson, Einar Ernir Knútsson, Guðlaugur Viktor Pálsson, Einar Þórmundsson, Snorri Sigurðsson og Kristinn Svansson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar