Jólamót umgmenna í Kópavogi

Stefán Stefánsson

Jólamót umgmenna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Orkuboltar fengu rækilega útrás í Kópavoginum síðustu helgina í desember þegar HK og Breiðablik héldu sameiginlega Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu í tuttugusta sinn. Þá voru tæplega þrjú þúsund krakkar á aldrinum 5 til 18 ára komin saman til að leika knattspyrnu og í yngstu flokkunum var hvergi slegið af, þegar ekki voru teknir sprettir á vellinum var farið í eltingarleik eða bara tekið á sprett upp og niður áhorfendabekkina. Myndatexti: Víkingar frá Ólafsvík létu ekki storm og hríð hindra sig í að mæta til leiks. Í efri röð frá vinstri eru Ejub Purisevic þjálfari, Kristófer Jónasson, Arnar Dóri Ásgeirsson, Sigurður Sölvason, Hilmar Freyr Loftsson og Fannar Hilmarsson. Í neðri röð eru Ágúst Valves Jóhannesson, Snæbjörn Aðalsteinsson, Björni Ingi Baldvinsson og Jón Steinar Ólafsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar