Jólamót umgmenna í Kópavogi

Stefán Stefánsson

Jólamót umgmenna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Orkuboltar fengu rækilega útrás í Kópavoginum síðustu helgina í desember þegar HK og Breiðablik héldu sameiginlega Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu í tuttugusta sinn. Þá voru tæplega þrjú þúsund krakkar á aldrinum 5 til 18 ára komin saman til að leika knattspyrnu og í yngstu flokkunum var hvergi slegið af, þegar ekki voru teknir sprettir á vellinum var farið í eltingarleik eða bara tekið á sprett upp og niður áhorfendabekkina. Myndatexti: Sjötti flokkur Ungmennafélags Bessastaðahrepps og Breiðabliks stillti sér upp í mesta bróðerni eftir skemmtilegan leik. Það var reyndar svolítið systraþel þar af því að Helga María Vilhjálmsdóttir kaus að spila með strákunum, fannst það miklu skemmtilegra enda gaf hún þeim ekkert eftir. Í efri röð frá vinstri eru Eyleifur Ingþór Bjarnason, Gylfi Karl Gíslason, Kristján Óli Ingvarsson, Atli Freyr Ottesen, Ósvald Jarl Traustason, Jón Ólafur Magnússon, Viðar Geir Þrastarson, Bjartur Fannar Stefánsson og Unnar Óli Arnarson. Í neðri röð eru Daníel Örn Arnarson, Þórður Þórðarson, Andri Örn Steindórsson, Ingiberg Ólafur Jónsson, Helga María Vilhjálmsdóttir, Oliver Sigurjónsson, Logi Steinn Friðþjófsson, Brynjar Ísak Arnarson og Kristinn Már Bjarnason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar