Flugvél í nauðum suður af landinu

Flugvél í nauðum suður af landinu

Kaupa Í körfu

Flugstjórinn lenti hér í fyrrasumar vegna minniháttar bilunar Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum í gærkvöldi þegar tilkynnt var að Boeing 777 þota United-flugfélagsins myndi lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyflinum. Meðal annars var mikið af sjúkrabílum við Reykjanesbrautina, sem er hluti af almannavarnaviðbúnaði vegna nauðlendinga. Vélin lenti klakklaust á Keflavíkurflugvelli klukkan 20.15 með 231 farþega og 14 manna áhöfn og var viðbúnaðarástandi var aflétt klukkan 20.22 þegar flugvélin var komin upp að flugstöðvarbyggingunni. Myndatexti: Matthew Fink ásamt vininum Mel, sem hvæsti og urraði og var hinn óhressasti með atvikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar