Náttúrufræðahús Háskóla Íslands

Ásdís Ásgeirsdóttir

Náttúrufræðahús Háskóla Íslands

Kaupa Í körfu

KENNSLA hófst í Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í gær en húsið verður formlega opnað í lok febrúar. Rými er fyrir um 500 nemendur í kennslu samtímis í húsinu auk þess sem um 200 starfsmenn og framhaldsnemar stunda þar vinnu. Bygging Náttúrufræðahússins hófst í ársbyrjun 1996 eða fyrir um átta árum. Páll Skúlason, rektor HÍ, lagði hornstein að húsinu 29. nóvember síðastliðinn en það verður formlega vígt 27. febrúar. Um 1.400 tillögur hafa borist inn á vef HÍ, www.hi.is, í samkeppni um nafn á húsið, en skilafrestur er til 15. janúar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar