Borhola á Geysissvæðinu

Sigurður Jónsson

Borhola á Geysissvæðinu

Kaupa Í körfu

Ný hitaveituhola boruð við Geysi BORAÐ hefur verið eftir heitu vatni í landi Kjarnholts í Biskupstungum í um eins kílómetra fjarlægð suður af Geysisvæðinu. Um er að ræða 1450 metra djúpa holu sem fóðruð er niður í 300 metra og áætlað að gefi um góðan árangur og er hiti vatnsins um 84 - 90 gráður. "Það er áformað að nýta vatnið úr holunni fyrir svæðið í kringum Geysi en tilkoma þessarar holu leysir vanda ríkisins og eigenda lands á hverasvæðinu við Geysi varðandi vatnstöku á svæðinu," segir Már Sigurðsson á Geysi sem ásamt Einari Gíslasyni frá Kjarnholtum hafði frumkvæði að borun holunnar. MYNDATEXTI: Þetta er góð buna. Már Sigurðsson og Bjarni Reyr Kristjánsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, við nýju borholuna í Kjarnholtslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar