KK

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KK

Kaupa Í körfu

Breiðskífa þeirra félaga KK og Magga Eiríks, 22 ferðalög, sem út kom um mitt sumar, er nú orðin söluhæsta plata ársins með yfir fimmtán þúsund seld eintök. Þá hefur söluhæsta plata allra tíma, Bein leið með KK-bandinu, verið endurútgefin, en hún hefur verið ófáanleg í fimm ár. Að venju er KK nú sem fyrr með mörg járn í eldinum og segir margar plötur vera í pípunum. Í fyrstu atrennu ætlar hann sér í rólegheitum að ljúka við gerð plötu með íslenskum þjóðlögum auk þess sem hann er þessa dagana að aðstoða vin sinn og félaga til margra ára, hinn írsk-ættaða Leo Gillespie, að gera sína fyrstu plötu, en að sögn KK er Leo forfaðir allra götuspilara í heiminum. "Leo á hvergi heima og alls staðar. Hann ferðast á milli landa allslaus enda á hann nákvæmlega ekkert nema gítarinn sinn. Íslenska myndin Varði goes Europe er um Leo, sem kemur líka mjög við sögu í kvikmynd, sem Norðmenn eru að gera um farandsöngvara." KK er í sófanum að þessu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar