Steinholt á Seyðisfirði
Kaupa Í körfu
Jóhanna Einarsdóttir, ekkja Stefáns Steinholts veitingamanns, lét byggja húsið árið 1907. Húsið var reisulegt á þeirra tíma mælikvarða enda byggt með það fyrir augum að í því yrði verslun, íbúð og veitinga- og gistihús. Jóhanna rak þessa starfsemi í húsinu ásamt syni sínum Friðþóri Steinholt fram til ársins 1916. Í bókinni "Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar" eftir Þóru Guðmundsdóttur arkitekt, segir að Jóhanna hafi selt syni sínum allar eigur sínar árið 1911. Jóhanna var vel efnuð kona og auk Steinholts átti hún nokkurt land, fjós, sjávarhús og fiskireit, bryggju og önnur mannvirki sem tilheyrðu sjósókn. Einnig vélbátinn Herðubreið N.S. 174.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir