In The Cut

Árni Torfason

In The Cut

Kaupa Í körfu

Spennutryllirinn In the Cut eftir nýsjálensku leikstýruna Jane Campion, sem á að baki myndir á borð við An Angel At My Table og The Piano var frumsýndur við sérstaka viðhöfn á fimmtudag. Ástæða þess að meira tilstand var í kringum frumsýningu þessarar erlendu myndar en gengur og gerist er sú að Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina við myndina en hún skartar í aðalhlutverkum nokkrum af helstu stjörnum Hollywood, á borð við Meg Ryan, Jennifer Jason Leigh og Mark Ruffalo. Hilmar Örn var að sjálfsögðu viðstaddur frumsýninguna sem var haldin fyrir fullum sal í Háskólabíói en til að samgleðjast honum og óska honum til hamingju með árangurinn var margt góðra manna, og nægir þar að nefna Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Myndatexti: Ólafur Ragnar Grímsson forseti mætti til að samgleðjast landa sínum Hilmari Erni og njóta góðrar kvikmyndagerðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar