Áfram stelpur

Guðrún Vala

Áfram stelpur

Kaupa Í körfu

Þórólfur Árnason, borgarstjórinn í Reykjavík, opnaði sýninguna ,,Áfram stelpur!" sl. föstudag í Safnahúsi Borgarfjarðar. Hann lét þess getið að þessi athöfn væri hans fyrsta embættisverk utan höfuðborgarinnar en hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þau yrðu fleiri með auknu samstarfi nágrannasveitarfélaga. Sýningin var sett upp í Borgarnesi vegna samstarfs Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar. Borgarskjalasafn mun setja upp sýningu Héraðsskjalasafnsins um Hestamannafélagið Faxa og stendur sú sýning til 3. febrúar nk. Að sýningunni "Áfram stelpur!" standa Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kvennasögusafn Íslands í samvinnu við Femínistafélag Íslands. Á sýningunni gefur að líta brot af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna undanfarna áratugi. MYNDATEXTI: Jafnréttisbarátta: Flemming Jessen, Kristín Baldursdóttir og Kolfinna Jóhannesdóttir á sýningunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar