Blakmót

Hafþór Hreiðarsson

Blakmót

Kaupa Í körfu

Blakað með tilþrifum: Það var blakað frá morgni til kvölds á Nýársmóti Völsungs í öldungablaki. Það var margt um manninn í íþróttahöllinni á Húsavík um nýliðna helgi þegar nýársmót Völsungs í öldungablaki fór fram. Aldrei áður hafa mætt eins mörg lið til keppni og voru keppendur vel á annað hundraðið í átján liðum frá tíu íþróttafélögum. Liðin komu víðsvegar að af Norðurlandi auk þess sem eitt lið kom austan af fjörðum og kepptu þau bæði í karla- og kvennaflokkum. Í fyrstu deild karla sigraði lið KA b, í öðru sæti var a-lið KA og í því þriðja a-lið Rima frá Dalvík. Í kvennaflokki var keppt í fyrstu og annarri deild, þá fyrstu vann b-lið KA, í öðru sæti varð a-lið Freyjanna frá Akureyri og í því þriðja heimamenn í a-liði Völsunga. Aðra deildina vann lið Krækjanna frá Sauðárkróki, í öðru sæti varð b-lið Völsunga og í því þriðja lið að nafni Honey Bees frá Seyðisfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar