Fjaðrahattur - Helga Rún Pálsdóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjaðrahattur - Helga Rún Pálsdóttir

Kaupa Í körfu

HÖNNUN | Syngjandi glaðar lukkuverur í allra dýra líki geta verið börnum góðar fyrirmyndir Hattar, hobbitar og mörgæsir eru meðal viðfangsefna Helgu Rúnar Pálsdóttur. Anna Sigríður Einarsdóttir kynntist hattadömunni og búningameistaranum. Georg mörgæs, mjólkurdropinn Dreitill, kókómjólkurkötturinn og Masi á Söngvaborg eru þjóðþekktar verur sem eru flestum börnum vel kunnar, en auk þess að vera talsmenn eða -dýr ákveðinna vörumerkja þá eiga þær til að láta sjá sig syngjandi og dansandi á hinum margvíslegustu uppákomum. Sú sem blásið hefur lífi í þessar fígúrur og fært þær í fulla stærð er búningasmiðurinn og hattadaman Helga Rún Pálsdóttir, sem efalítið er einn reyndasti lukkudýrabúningasmiður landsins. MYNDATEXTI: Hattadaman: Fjöðrum skreyttur hattur eftir Helgu Rún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar