Innri-Njarðvík skipulag

Helgi Bjarnason

Innri-Njarðvík skipulag

Kaupa Í körfu

Deiliskipulag Tjarnahverfis í Innri-Njarðvík auglýst Innri-Njarðvík | Reykjanesbær hefur auglýst deiliskipulag að fyrsta áfanga nýs íbúðahverfis í Innri-Njarðvík, svokallaðs Tjarnahverfis. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að byggingaverktakar hafi sýnt áhuga á að byggja þarna og fyrstu lóðunum verði væntanlega úthlutað í mars. Nýja íbúðahverfið liggur frá núverandi byggð og að iðnaðarhúsunum við Reykjanesbrautina. Gert er ráð fyrir lágri byggð, einbýlis- og raðhúsum og síðan tveggja til þriggja hæða fjölbýlishúsum í jaðrinum. MYNDATEXTI: Einkenni Tjarnahverfis: Tjarnirnar í Innri-Njarðvík, sem Árni Sigfússon bæjarstjóri vekur athygli á, verða framlengdar upp undir fyrirhugaðan skóla í miðju nýs íbúðarhverfis sem nær að iðnaðarhúsunum við Reykjanesbraut.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar