Húsasmíði á Tálknafirði

Húsasmíði á Tálknafirði

Kaupa Í körfu

Á Tálknafirði hefur Trésmiðjan Eik ehf. hafið fjöldaframleiðslu á einingahúsum úr timbri. Fyrirtækið EKS ehf. kaupir húsin og áformar að reisa þau á Suður- og Vesturlandi. Í fyrstu lotu verða framleidd 24 hús, sem eiga að verða tilbúin um mánaðamótin apríl-maí í vor. Húsin eru parhús, 240 ferm. að grunnfleti, með bílskúr á milli íbúðanna. MYNDATEXTI: Næg verkefni: Starfsmenn trésmiðjunnar á vinnustað, f.v. Árni O. Sigurðsson, Heiðar I. Jóhannsson, Sigurður Á. Magnússon, Guðni Ólafsson og Björgvin Sigurjónsson. Fyrir aftan starfsmennina má sjá sperrur í fjögur hús.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar