Nýlistasafnið - Gauthier Hubert, Ragnheiður og Magnú

Þorkell Þorkelsson

Nýlistasafnið - Gauthier Hubert, Ragnheiður og Magnú

Kaupa Í körfu

Hjónin Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gauthier Hubert opnuðu hvort sína sýninguna í Nýlistasafninu á laugardaginn. Gauthier Hubert sýnir norðan megin á báðum hæðum og vinnur hann verk sín út frá ímyndum og vekur fólk til umhugsunar með því að umbreyta ímyndum. Hann gagnrýnir meðal annars í verkum sínum "ameríska harðstjórn". Sýning Guðnýjar Rósu er sunnan megin á báðum hæðum safnsins en verk hennar eru innsetningar þar sem stemningin er friðsæl og verkin mjög fínleg og smágerð. Þar má meðal annars finna bróderingar og brauðdeig og mikið er um endurtekningar. MYNDATEXTI: Listamaðurinn Gauthier Hubert á spjalli við Ragnheiði og Magnús á opnuninni í Nýlistasafninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar