Snjór - Þórhallur og Svavar

Kristján Kristjánsson

Snjór - Þórhallur og Svavar

Kaupa Í körfu

RAFMAGNSLÍNUR fóru í sundur í Eyjafirði og Ljósavatnshreppi í óveðrinu síðustu daga en ekki urðu þó umtalsverðar rafmagnstruflanir vegna þessa. Tveir félagar í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri fóru á snjóbíl sveitarinnar til að aðstoða starfsmenn Rarik yfir Víkurskarð seinni partinn í gær. Víkurskarð hefur verið kolófært síðustu daga en snjóbíllinn, sem er með tönn, er gríðarlega öflugur og fátt sem stendur í vegi fyrir honum. MYNDATEXTI: Þórhallur Birgisson og Svavar Tuliníus halda á Víkurskarðið á snjóbíl Björgunarsveitarinnar Súlna seinni partinn í gær. Snjóbíllinn, sem er með snjótönn, er gríðarlega öflugur og er fátt sem stendur í vegi fyrir honum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar