Bæjarlið Reykjarnesbæjar

Helgi Bjarnason

Bæjarlið Reykjarnesbæjar

Kaupa Í körfu

Vegfarendur um Reykjanesbraut munu verða varir við það þegar þeir aka um land Reykjanesbæjar "Þetta er skemmtilegt verkefni. Ég hlakka til að sjá merkið á sínum stað," segir Ásmundur Sigurðsson en í vélsmiðju hans í Njarðvík er verið að leggja lokahönd á smíði skiltis með nafni Reykjanesbæjar. Stafirnir verða settir upp á Vogastapa, lýstir upp og munu blasa við vegfarendum sem aka eftir Reykjanesbrautinni í áttina að Reykjanesbæ. Stafirnir eru um tveir og hálfur metri á hæð og nafnið þannig sett upp um 22 metrar að lengd. MYNDATEXTI: Stafirnir tilbúnir: Starfsmenn vélsmiðjunnar stilla upp tveimur stöfum af tólf sem mynda heiti Reykjanesbæjar fyrir tvo af forsprökkum verkefnisins, Viðar Má Aðalsteinsson og Ásmund Sigurðsson. Tekið skal fram að þeir hafa ekkert ruglast í stafsetningunni, tilviljun réð því að þessir tveir stafir voru reistir við verkstæðishúsið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar